Viljayfirlýsing um aukna raforku til gagnaversins

Viljayfirlýsingin undirrituð.
Viljayfirlýsingin undirrituð. Ljósmynd/Aðsend

Landsnet og Etix Borealis, sem rekur gagnaver á Blönduósi, hafa undirritað viljayfirlýsingu um aukinn flutning á raforku til gagnaversins. Mun aukningin fara fram í áföngum þar sem í fyrsta áfanga verður nýtt svokallað snjallnet til að auka flutninginn og tryggja rekstraröryggi flutningskerfisins. 

Snjallnet er samheiti yfir tækninýjungar sem nýta fjarskipta-, stýri- og upplýsingatækni til að tryggja sem öruggasta afhendingu rafmagns og hámarka jafnframt nýtingu raforkukerfisins, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Etix Borealis rekur sjálfbært gagnaver með lágmarks kolefnisfótspori með því að tengjast endurnýjanlegri orku í gegnum flutningskerfi raforku á Íslandi. Markmið Etix Borealis og Landsnets fara því einstaklega vel saman þegar kemur að nýtingu snjalltækni við afhendingu rafmagns á áreiðanlegan máta.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK