Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 16%

Horft yfir Reykavík í átt að Skólavörðuholti. Vísítala íbúðaverðs heldur …
Horft yfir Reykavík í átt að Skólavörðuholti. Vísítala íbúðaverðs heldur áfram að hækka. mbl.is/Sigurður Bogi

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, mældist 752,9 stig í júní 2021. Hún hækkar um 1,4% á milli mánaða, að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðskrá.

Yfir síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 5,8%, síðastliðna sex mánuði hækkaði hún um 10,1% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 16,0%.

Vísitalan hefur farið hækkandi á undanförnum mánuðum og í aprílmánuði á þessu ári hækkaði hún mest síðan í maí árið 2007, um 3,3% eða úr 688,9 í 711,7 á milli mánaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK