Breyta Hlemmi hostel í íbúðir

Borgin hefur tekið vel í hugmyndir um að bæta við …
Borgin hefur tekið vel í hugmyndir um að bæta við 36 íbúðum í húsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Fjárfestar hafa keypt húseignina sem áður tilheyrði hostelinu Hlemmur Square á Laugavegi 105. Þeir ætla að innrétta íbúðir.

Samkvæmt kaupsamningi er kaupverðið 775 milljónir en hinir seldu hlutar eru á jarðhæð og á hæðum 3 til 5, alls 2.445 fermetrar. Kaupverð er því 317 þúsund á fermetra.

Seljandi var félagið Hostel LV 105 ehf. en samkvæmt Creditinfo er það í 90% eigu Nikolaus Willis Ortliebs, sem rak hostelið.

Kaupandi húsnæðisins er félagið Hlemmur ehf. Í stjórn þess sitja Ingunn Erla Eiríksdóttir, Sverrir Steinn Sverrisson og Sveinn Pálsson. Sveinn segir í samtali við ViðskiptaMoggann að eigendahópurinn sé í mótun. Eftir sé að hnýta ýmsa lausa enda.

„Það stendur til að breyta húsnæðinu í íbúðarhúsnæði en málið er í vinnslu. Meðal annars á eftir að vinna teikningar og fá þær samþykktar hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sveinn um stöðu málsins.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK