Eigendur Rammagerðarinnar koma af fjöllum

Helgi Rúnar Óskarsson, eigandi 66°Norður.
Helgi Rúnar Óskarsson, eigandi 66°Norður.

Helgi Rúnar Óskarsson, eigandi Rammagerðarinnar, kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í ásakanir Jóhanns Guðlaugssonar, fyrrverandi eiganda Geysis-búðanna, um hugverkabrot. Helgi segir Rammagerðina ekki vera að opna búðir undir merkjum Geysis.

„Það er verið að reyna að opna nýju búðirnar eins hratt og hægt er. Þetta er misskilningur, það getur verið að það standi enn Geysir á verslununum en þá á eftir annaðhvort að skrúfa það niður eða mála yfir það. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem þarf að vinna, að taka niður gömul skilti og það sem tilheyrði þessu þrotabúi,“ segir Helgi í samtali við mbl.is.

Hann tekur fram að enginn ásetningur hafi legið að baki því að opna búðirnar áður en Geysis-merkið var tekið niður og segir reksturinn ekki tengjast búðinni á nokkurn hátt.

„Þetta verða ekki Geysis-búðir, þetta verða Rammagerðarbúðir.“

Helgi bætir við að Jóhann eigi í raun ekki vörumerki Geysis-verslananna. 

„Það hefur komið fram opinberlega að vörumerkið tilheyri Geysi í Haukadal, ef það er hugverkaréttur til staðar þá er hann í eigu Geysis í Haukadal, hitt félagið er gjaldþrota.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK