Bréf Icelandair taka kipp

Icelandair Group hefur hækkað mest af fyrirtækjum í Kauphöll.
Icelandair Group hefur hækkað mest af fyrirtækjum í Kauphöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutabréf Icelandair hafa hækkað um 5,6% það sem af er degi í Kauphöll Íslands. Gengi bréfa félagsins er 1,51 krónur.

Icelandair skilaði ársfjórðungsuppgjöri í gær, þar sem tap félagsins nam 6,9 milljörðum í öðrum ársfjórðungi en lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í ársfjórðungnum. 

Úrvalsvísitalan er búin að hækka um 1,28% í dag, aðallega vegna hækkunar bréfa Icelandair. Minniháttar hækkanir eru að finna á aðalmarkaði í dag, sú hæsta á eftir Icelandair er á bréfum Marels sem hafa hækkað um 1,45% það sem af er degi. VÍS hefur lækkað mest það sem af er degi, eða um 1,38%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK