Launakostnaðurinn jókst

Rekstur Mandi gekk vel í fyrra.
Rekstur Mandi gekk vel í fyrra. Árni Sæberg

Fyrirtækið Halal ehf., sem rekur þrjá veitingastaði undir merkjum Mandi í Reykjavík og Kópavogi, hagnaðist um 25,9 milljónir í fyrra, samanborið við 121,6 milljóna hagnað á árinu 2019.

Ársverkum fjölgar um 20%

Vörusala fyrirtækisins jókst um níu milljónir milli ára. Rekstrarkostnaður jókst hins vegar um 79,4 milljónir og nam 361,8 milljónum. Þar af hækkuðu laun og launatengd gjöld um 43% og námu 76,6 milljónum króna. Ársverkum fjölgaði samkvæmt ársreikningi úr 10 í 12 milli ára.

Veitingastaður fyrirtækisins í Veltusundi er opinn virka daga milli 10.00 og 1.00 en um helgar milli 11.00 og 5.30. Í Skeifunni og Hæðarsmára er opið milli 10.00 og 22.00 á virkum dögum og 11.00 og 22.00 um helgar.

Launakostnaður fyrirtækisins sem hlutfall af tekjum var 18% í fyrra en var aðeins 12,9% árið 2019.

Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar forsvarsmenn stórra veitingafyrirtækja, Domino's og Spaðans, vísuðu til rekstrar Mandi og töldu með ólíkindum að fyrirtækið gæti haldið launakostnaðarhlutfalli jafn lágu og reikningar félagsins vitnuðu um. Önnur fyrirtæki í veitingageiranum væru föst í 40% hlutfalli eða þaðan af hærra.

Gagnrýnir skattayfirvöld

Nú síðast steig Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, fram í þættinum Dagmálum á mbl.is og gagnrýndi skattayfirvöld fyrir að aðhafast ekkert í málefnum fyrirtækisins þar sem augljóslega væri pottur brotinn í launamálum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK