Ásthildur stjórnarformaður Kaptio

Ásthildur Otharsdóttir.
Ásthildur Otharsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Kaptio. Tekur hún við af Eggerti Claessen sem hefur gegnt formennsku hjá félaginu síðan 2016. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaptio. 

Aðrir stjórnarmenn eru stofnendur Kaptio þeir Arnar Laufdal Ólafsson og Ragnar Fjölnisson auk Arnar Viðars Skúlasonar, fjárfestingastjóra hjá Nýsköpunarsjóði, og Smára R. Þorvaldssonar ráðgjafa.  

Kaptio er hugbúnaðarfyrirtæki á sviði bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu.

Félagið var stofnað árið 2012 og er með höfuðstöðvar í Reykjavík en hefur starfsemi meðal annars í Bretlandi og Kanada. Helstu hluthafar Kaptio eru Frumtak og Nýsköpunarsjóður auk stofnenda félagsins. 

Ásthildur er stjórnarformaður hjá Controlant og hefur setið í stjórnum ýmissa félaga, meðal annars Marel undanfarin 11 ár og þar af síðustu átta árin sem stjórnarformaður. 

Kaptio var valið Vaxtarsproti ársins 2018 á Íslandi sem var viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK