Festa selur 5% hlut í Skeljungi

Skeljungur rekur m.a. Orkuna.
Skeljungur rekur m.a. Orkuna. mbl.is/Sigurður Bogi

Festa lífeyrissjóður hefur selt 5% hlut í Skeljungi fyrir tæpar 1.063 milljónir króna. Gengi bréfanna í viðskiptunum var 11 sem er nokkru yfir skráðu gengi á markaði í Kauphöll.

Festa var 5. stærsti hluthafi Skeljungs með 5,18% hlut. Stærsti hluthafi félagsins er Strengur hf. með 50,06% og næststærsti hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með 10,34%.

Ekki kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands, sem send var í tengslum við viðskiptin hverjir eða hver kaupir hlutinn af sjóðnum.

Eftir viðskiptin fer Festa með 0,2% hlut í Skeljungi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK