Misvísandi skilaboð frá heilbrigðisyfirvöldum

Heilbrigðisyfirvöld hafa miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þrýstingur er á að stjórnvöld grípi til hertari aðgerða. Þetta staðfestir Óli Björn Kárason, alþingismaður í samtali í Dagmálum. Þar er hann gestur ásamt Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

Hún segir oft erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu heilbrigðiskerfisins þegar kemur að viðbrögðum við faraldrinum. Aðgerðir til að bregðast við virðist ekki fara saman við þær yfirlýsingar sem gefnar eru. 

„Flestir voru mjög skilningsríkir í fyrravor þegar það var algjörlega óvitað hvað hér myndi skella á. En nú er komið eitt og hálft ár og maður hefði haldið að það væri verið að nýta tímann í að bregðast við og búa til svigrúm ef það þyrfti til í heilbrigðiskerfinu. Að vissu leyti er ekki að fara saman hljóð og mynd.  Maður hefur séð fréttir um að það hafi verið að fækka gjörgæslurýmum og að ekki sé endilega verið að kalla fólk úr sumarfríum og samt er verið að tala um að staðan sé grafalvarleg. Það eru dálítið skipt skilaboð,“ segir Anna Hrefna.

Anna Hrefna og Óli Björn eru gestir Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Dag­mál­um.

Þátt­ur­inn er op­inn öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK