Verðhækkun í kortunum

fólk getur átt von á verðhækkun bíla á komandi mánuðum.
fólk getur átt von á verðhækkun bíla á komandi mánuðum. mbl.is/Árni Sæberg

Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna, segir fólk geta átt von á hækkunum á verði bíla á komandi mánuðum.

Hrávöruverð hafi hækkað mikið, til dæmis bæði stál og ál, en einnig rafhlöður í rafbíla. „Við vorum til dæmis að kaupa iðnaðarhurðir á 20% hærra verði en í fyrra.

Framleiðandinn sagði mér að hann hefði rekið fyrirtæki sitt í þrjátíu ár og hrávöruverðið til framleiðslunnar hefði á þessu eina ári hækkað meira en öll þrjátíu árin þar á undan,“ segir Benedikt.

Erna Gísladóttir, forstjóri BL, segir að bílasalan gangi vel um þessar mundir. „Við hefðum viljað eiga fleiri bíla á lager, en það hlýtur að komast í lag á næstu mánuðum.“

Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, telur að tregða í alþjóðlegri bílaframleiðslu vegna faraldursins muni ekki hafa mikil áhrif hér á landi í haust. 

Frekari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK