Beint: Fjárfestaviðburður Startup SuperNova

Tíu sprotafyrirtæki voru falin úr 85 umsóknum.
Tíu sprotafyrirtæki voru falin úr 85 umsóknum. Ljósmynd/Aðsend

Icelandic Startups í samstarfi við Nova og Grósku hafa nú annað árið í röð keyrt viðskiptahraðalinn Startup SuperNova og lýkur honum formlega í dag með fjárfestadegi sem er haldinn í Grósku.

Dagskráin hefst klukkan 13 og verður í beinu streymi: 


Elsa Bjarnadóttir hjá Icelandic Startups opnar viðburðinn en síðan mun Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, ávarpa samkomuna. Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant, verður með erindi. Hann hefur leitt tækni- og vöruþróun fyrirtækisins síðustu 10 ár.

Dagskráin:

12:30. Húsið opnað

13:00. Dagskrá hefst  kynnir og opnun frá Icelandic Startups / Elsa Bjarna

13:10. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra

13:15. Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant

13:30. Kynningar frá fimm sprotafyrirtækjum Startup SuperNova-viðskiptahraðalsins

14:20. 10 mínútna hlé

14:30. Kynningar frá fimm sprotafyrirtækjum Startup SuperNova-viðskiptahraðalsins

15:30. Viðburði lýkur

Tíu valin úr hópi 85

Tíu sprotafyrirtæki voru valin úr 85 umsóknum til að taka þátt og hafa þau á seinustu 10 vikum sótt vinnustofur í gerð viðskiptaáætlana, markaðssetningu, vöruþróun og öðru sem nauðsynlegt er fyrir fyrirtæki að þekkja til að ná árangri, að því er segir í tilkynningu.

Til viðbótar við vinnustofurnar hafa þau farið í yfir þrjátíu persónuleg viðtöl við reynslubolta úr viðskiptalífinu sem hafa gefið þeim endurgjöf á þeirra hugmyndir og framkvæmd.

Þessi efnilegu sprotafyrirtæki munu taka fimm mínútna kynningar á föstudaginn í Grósku og í kjölfarið svara spurningum úr pallborði en í því sitja Magnús Scheving athafnamaður og Hekla Arnardóttir, meðeigandi Crowberry Capital. 

Nova er stærsti bakhjarl Startup SuperNova.

Fólkið sem tók þátt í viðburðinum í fyrra.
Fólkið sem tók þátt í viðburðinum í fyrra. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK