Höfuðborgarsvæðið leiðir verðhækkanir

Samkvæmt mælingum Hagstofunnar virðast viðskipti með sérbýli á höfuðborgarsvæðinu leiða …
Samkvæmt mælingum Hagstofunnar virðast viðskipti með sérbýli á höfuðborgarsvæðinu leiða hækkanirnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans er mikið líf á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir og hækkanir orðnar nokkuð meiri en spár gerðu fyrir.

Samkvæmt mælingum Hagstofunnar virðast viðskipti með sérbýli á höfuðborgarsvæðinu leiða hækkanirnar. 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 17% í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu og 14% í fjölbýli en aðeins 8% alls utan höfuðborgarsvæðisins.

Eftirspurnin jókst verulega eftir sérbýliseignum eftir að Covid-19-faraldurinn braust út og mögulega hefur íbúðamarkaður utan höfuðborgarsvæðisins getað mætt þeirri eftirspurn betur með þeim afleiðingum að verðhækkanir eru hóflegri þar, að því er segir í Hagsjánni. 

Einstaka þéttbýliskjarnar hækka hratt

Víða finnast þó einstaka þéttbýliskjarnar þar sem verðhækkanir eru meiri en á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda Árborg, þar sem íbúðaverð hækkaði um 18% milli ára á öðrum ársfjórðungi samkvæmt athugun úr Verðsjá Þjóðskrár Íslands.

Til samanburðar mældist hækkunin 15% á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til þróunar frá upphafi árs 2015 í nokkrum af stærstu þéttbýliskjörnum landsins má sjá að almennt hefur íbúðaverð hækkað mest í Árborg og því næst Reykjanesbæ.

Sums staðar ríflega 30% lægra fermetraverð

Meðalfermetraverð mælist þó um þriðjungi lægra í þéttbýliskjörnunum utan höfuðborgarsvæðisins en á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir hækkanir síðustu ára.

Lægsta fermetraverðið á þeim kjörnum sem eru til skoðunar er í Reykjanesbæ þar sem fermetrinn seldist á um 350.000 kr. á öðrum ársfjórðungi þessa árs til samanburðar við 550.000 kr. á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK