Sjóvá hagnast um fimm milljarða fyrri hluta árs

Vátryggingarekstur Sjóvár skilaði mjög góðri afkomu á fyrri hluta ársins.
Vátryggingarekstur Sjóvár skilaði mjög góðri afkomu á fyrri hluta ársins.

Sjóvá birti í gær uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2021. Hagnaður félagsins fyrir skatt nam 3.114 milljónum króna á tímabilinu sem er rúmlega tvöföldun frá sama tímabili í fyrra.

Hagnað ársfjórðungsins má að stærstum hluta rekja til fjárfestingastarfsemi en hagnaður af henni nam 2.716 milljónum króna fyrir skatt. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir góða afkomu fyrri hluta ársins mega rekja til góðrar ávöxtunar á eignasafni félagsins. „Þróun á eignamörkuðum hefur verið hagstæð og langt umfram væntingar. Hafa þarf í huga að miklar sveiflur einkenna afkomu af fjárfestingarstarfsemi yfir lengri tíma.“

Hagnaður af vátryggingastarfsemi félagsins nam 589 milljónum króna fyrir skatta sem er rúmlega tvöfalt meira en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar hagnaður af henni nam 213 milljónum.

2021 gjöfult ár

„Vátryggingareksturinn skilaði mjög góðri afkomu og einkenndist af áframhaldandi kröftugum iðgjaldavexti og hagstæðri tjónaþróun. Iðgjaldavöxtur nam 16% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra en vert er að benda á að í fyrra var felldur niður einn gjalddagi í ökutækjatryggingum einstaklinga sem nam 650 m.kr. Iðgjöld vaxa bæði á einstaklingsmarkaði og fyrirtækjamarkaði en þar sjáum við viðsnúning á milli fjórðunga og ára eftir samdrátt undanfarið,“ segir Halldór í tilkynningu Sjóvár.

2021 hefur verið afar gjöfult fyrir Sjóvá en hagnaður fyrstu sex mánaða ársins nemur 5.179 milljónum króna en það er um fimmfalt meiri hagnaður en á fyrri helmingi árs í fyrra þegar hann nam 1.072 milljónum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK