Svissnesk hjón opna sveitaverslun

Balmer-fjölskyldan í gróðurhúsinu sem þau byggðu í fyrra. Þar rækta …
Balmer-fjölskyldan í gróðurhúsinu sem þau byggðu í fyrra. Þar rækta þau grænmeti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru síðan svissnesk fjölskylda, þau Laurent og Lola Balmer og synirnir Gaston, Cedric og Hector, fluttu á jörðina Narfasel í Hvalfjarðarsveit, hafa þau hafið ræktun og sölu á grænmeti og búa sig nú undir að reka sveitaverslun á bænum en bygging hennar er á lokametrunum.

„Við fluttum hingað í júní árið 2020. Við bjuggum áður í Fribourg í Sviss en höfðum aldrei komið til Íslands áður en við ákváðum að flytja hingað,“ segir Laurent Balmer í samtali við Morgunblaðið.

Narfasel. Hjónin hafa byggt íbúðarhús og gróðurhús á jörðinni.
Narfasel. Hjónin hafa byggt íbúðarhús og gróðurhús á jörðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölskyldan selur nú grænmeti í sveitaversluninni Ljómalind í Borgarnesi en einnig til tveggja veitingastaða í nágrenninu. Þá er tekið við pöntunum á Facebook-síðu Narfasels og einu sinni í viku keyrir Laurent með vörur til viðskiptavina.

Könnuðu íbúafjölda

Spurður um ástæðu þess að fjölskyldan tók sig upp og kom til Íslands segir hann hana þá að skortur sé á jarðnæði í Sviss og dýrt sé að kaupa land undir ræktun. Þar sé nær ekkert pláss fyrir nýja bændur.

Verk. Grænmeti pakkað í umbúðir.
Verk. Grænmeti pakkað í umbúðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann segir aðdragandann að búferlaflutningunum nokkuð langan. „Við könnuðum íbúafjölda í ólíkum löndum og sáum þegar við skoðuðum Ísland að hér bjuggu fáir og nóg pláss var fyrir alla. Við ákváðum að kanna þetta nánar og lesa okkur til um loftslagið og fórum að athuga með verð á fasteignum meðal annars. Við slógum síðan til og keyptum óbyggða jörð hér í Hvalfjarðarsveitinni.“

Laurent er menntaður vélfræðingur en fór síðar að læra búfræði. „Menntun mín var í upphafi meira í kringum búfénað og ræktun kartaflna og slíks, en síðar réð ég mig á lítinn bóndabæ þar sem ég lærði að rækta grænmeti. Í kjölfarið settum við á stofn lítið fyrirtæki og ræktuðum og seldum matvörur í fimm ár áður en við fluttum til Íslands.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 14. ágúst. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK