Lítil hækkun íbúðaverðs á milli mánaða

Horft yfir Kópavog.
Horft yfir Kópavog. Ljósmynd/mbl.is

Íbúðaverð hækkaði einungis um 0,7 prósent á milli mánaða í júlí. Það er minnsta hækkun sem hefur sést síðan í febrúar samkvæmt Hagsjá Landsbankans. 

Áfram er sölutími húsnæðis stuttur og hefur styst verulega sem bendir til að spenna sé á húsnæðismarkaði. 

Hækkunin á íbúðaverði var þó misjöfn á eftir gerð húsnæðis. Fjölbýli hækkaði aðeins um 0,1 prósent en sérbýli um þrjú prósent. Vegin árshækkun mælist nú 15,4% og lækkar frá því í júní, þegar hún mældist 16%. 

Framboð minnkar

Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur framboð af húsnæði til sölu dregist verulega saman á höfuðborgarsvæðinu, eða um sextíu prósent á milli ára. Helst það í hendur við styttan sölutíma sem er nú að jafnaði 37 dagar en var um 51 dagur að jafnaði fyrir ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK