Losun frá flugi eykst milli ársfjórðunga

Á Íslandi kemur koltvísýringslosun að stórum hluta frá flugi.
Á Íslandi kemur koltvísýringslosun að stórum hluta frá flugi. AFP

Losun koltvísýrings frá flugsamgöngum á Íslandi hefur aukist milli ársfjórðunga en er enn langt frá mælingum fyrir kórónuveirufaraldurinn, samkvæmt nýbirtum tölum bráðabirgðaútreiknings Hagstofu Íslands.

Þær miklu breytingar sem hafa orðið í losun koltvísýrings skýrast einna helst af fækkun fyrirtækja í flugrekstri og samdrætti vegna yfirstandandi faraldurs, að því er greint frá í tilkynningu frá Hagstofunni.

Á öðrum ársfjórðungi 2021 var losun koltvísýringsígilda frá flugsamgöngum íslenskra flugfélaga um 90 kílótonn. Er það aukning um 41,6% frá fyrsta fjórðungi ársins og 54,1% hærra gildi en á öðrum ársfjörðungi 2020 sem markast af mestu samkomutakmörkunum í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins.

Losun á öðrum ársfjórðungi 2021 var 84% minni en losun á öðrum ársfjórðungi 2018 þegar losun frá flutningum með flugi var mest eða um 595 kílótonn.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK