Stoðir kaupa hlut Helga í Bláa lóninu

Séð yfir Bláa lónið.
Séð yfir Bláa lónið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjárfestingafélagið Stoðir hefur keypt sex prósenta hlut Hofgarða ehf., sem er í eigu Helga Magnússonar, í Bláa lóninu. Kaupverðið er trúnaðarmál en Helgi segir viðskiptin hafi borið brátt að.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. 

Helgi segir í viðtali við Markaðinn að viðskiptin hafi borið brátt að. Hann hafi fengið mjög áhugavert kauptilboð í hlutabréfin og ákveðið að slá til og selja allan eignarhlutinn. 

Helgi Magnússon.
Helgi Magnússon. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þá segir félag Helga hafi fjárfest í Bláa Lóninu fyrir um sautján árum og tók hann þá sæti í stjórn félagsins. Hann hefur gegnt formennsku hin síðari ár. Helgi lætur nú af stjórnarsetu í félaginu á þessum tímamótum. 

Þá er tekið fram, að Helgi er formaður stjórnar Torgs ehf. sem gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. Félög í eigu hans eru stærstu hluthafarnir í Torgi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK