1939 Games valið Vaxtasproti ársins

Utanríkisráðherra afhenti Guðmundi Kristjánssyni, einum af stofnendum 1939 Games Vaxtasprotann …
Utanríkisráðherra afhenti Guðmundi Kristjánssyni, einum af stofnendum 1939 Games Vaxtasprotann í morgun. mbl.is/Unnur Karen

Fyrirtækið 1939 Games hefur verið valið Vaxtarsproti ársins, sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra afhenti Vaxtarsprotann í morgun í Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal.

Frá afhendingu viðurkenninganna. Í neðri röð frá vinstri eru Jónína …
Frá afhendingu viðurkenninganna. Í neðri röð frá vinstri eru Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Guðmundur Kristjánsson, einn af stofnendum 1939 Games, Hekla Arnardóttir, stjórnarformaður 1939 Games, og Orri Björnsson, forstjóri Algalíf. Í efri röð frá vinstri eru Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, Ingólfur Ævarsson, markaðsstjóri 1939 Games, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Fida Abu Libdeh, formaður Samtaka sprotafyrirtækja, og Lýður Skúli Erlendsson frá Rannís. Ljósmynd/Aðsend

1939 Games er tölvuleikjafyrirtæki sem gefur út leikinn KARDS en sögusvið hans er síðari heimsstyrjöldin. Velta fyrirtækisins jókst um 1.466% á milli áranna 2019 og 2020 þegar veltan fóru úr rúmum 15 milljónum króna í 244 milljónir króna. Um er að ræða metvöxt í veltu frá því Vaxtarsprotinn var fyrst afhentur árið 2007, að því er segir í tilkynningu.

Tvö önnur fyrirtæki, Coripharma og Algalíf, hlutu einnig viðurkenningar. Coripharma sérhæfir sig í framleiðslu og þróun lyfja fyrir önnur lyfjafyrirtæki um heim allan, ásamt því að þróa sín eigin lyf.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, við athöfnina.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, við athöfnina. mbl.is/Unnur Karen

Velta Coripharma jókst um 392% á milli áranna 2019 og 2020, fór úr 180 milljónum króna í 888 milljónir króna eða nær fimmfaldaðist. Algalíf hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir að velta í fyrsta sinn einum milljarði króna. Algalíf framleiðir örþörunga í hátækni vatnskerfum og vinnur úr þeim astaxanthín sem nýtt er í fæðubótaefni og snyrtivörur um allan heim. Fyrirtækið jók veltu úr 625 milljónum króna í rúman 1,2 milljarð króna á einu ári.

Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands.

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI. mbl.is/Unnur Karen

Þetta er í 15. skiptið sem viðurkenningarnar eru veittar en tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Í dómnefnd voru Gísli Hjálmtýsson fyrir Háskólann í Reykjavík, Lýður Skúli Erlendsson fyrir Rannís, Fida Abu Libdeh fyrir Samtök sprotafyrirtækja og Sigríður Mogensen fyrir Samtök iðnaðarins.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Ingólfur Ævarsson, markaðsstjóri 1939 …
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Ingólfur Ævarsson, markaðsstjóri 1939 Games, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Guðmundur Kristjánsson, einn af stofnendum 1939 Games, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Hekla Arnardóttir, stjórnarformaður 1939 Games. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK