15 milljarða fjárfesting í steypuskála

Jesse Gary, forstjóri Century Aluminum, segir álmarkaðinn vera á uppleið.
Jesse Gary, forstjóri Century Aluminum, segir álmarkaðinn vera á uppleið. Kristinn Magnússon

Jesse Gary, nýr forstjóri Century Aluminum, segir það munu kosta um 15 milljarða að reisa skálann. Markmiðið sé að sækja enn meiri verðmæti í afurðirnar. Norðurál hafi nýverið samið við Landsvirkjun um kaup á meiri orku sem geri félaginu kleift að ráðast í þá uppbyggingu.

„Landsvirkjun hefur verið góður samstarfsfélagi. Við höfum framlengt samning okkar við Landsvirkjun til þriggja ára, eða til 2026, og samið um afhendingu á meiri orku svo reisa megi steypuskálann. Þar verða framleiddir eins konar sívalningar úr áli sem verða seldir til frekari vinnslu í Evrópu, í stað þess að flytja álið út óunnið í frekari bræðslu,“ segir Jesse.

Kínverjar skipta um gír

Jesse segir þá ákvörðun Kínastjórnar að hægja á uppbyggingu áliðnaðar munu hafa mikil áhrif.

„Síðustu tvo áratugi eða svo hafa álverin í Kína mætt aukinni spurn eftir áli en Kína fór þá úr því að vera smáframleiðandi í að vera stærsti álframleiðandi heims. En nú hafa Kínverjar greint frá því að þeir hyggist láta staðar numið við uppbyggingu álvera, í því skyni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og miða framleiðslugetuna við 46 milljónir tonna. Til samanburðar hljóðar eftirspurnin í heiminum nú upp á 65 milljónir tonna af áli á ári. Og ef áform Kínverja ganga eftir mun í fyrsta sinn í tvo áratugi skapast þörf fyrir að byggja upp framleiðslugetu á Vesturlöndum til að mæta vaxandi eftirspurn.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK