Nýtt markaðstorg dragi að erlenda viðskiptavini

Arnar Björnsson stjórnarformaður og Stefán Björnsson framkvæmdastjóri.
Arnar Björnsson stjórnarformaður og Stefán Björnsson framkvæmdastjóri.

Fyrirtækið Stafræn markaðstorg hefur sett í loftið stafræna markaðstorgið BuyIcelandic.com sem einblína mun á íslenskar vörur og draga að erlenda viðskiptavini, að því er fram kemur í tilkynningu.

Þar segir að BuyIcelandic.com svipi að mörgu leyti til hefðbundinnar verslunarmiðstöðvar þar sem seljendur opna sínar verslanir, nema að á Buyicelandic.com séu engin takmörk á verslunarplássi, enda sé það 100% stafrænt, einbeiti sér að íslenskum vörum og gefi viðskiptavinum kost á að versla frá mörgum í eina körfu.

Á markaðstorginu njóti seljendur góðs af sameiginlegri markaðssetningu. „Það er okkar sýn að á BuyIcelandic muni okkur takast að skapa sameiginlegan ávinning fyrir alla með því að hafa flestar íslenskar vörur á sameiginlegum stað, en þá kynnast viðskiptavinir fleiri íslenskum vörum en þeir höfðu mögulega hugmynd um og á endanum auki það erlenda sölu hjá öllum. Þannig viljum við leggja okkar mark á að stækka markaðssvæðið fyrir alla, bæði íslenskar vörur og viðskiptavini, með því að einblína á markaðsstarf að erlendum markhópum,“ segja Arnar Björnsson stjórnarformaður og Stefán Björnsson framkvæmdastjóri í tilkynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK