Fjölgaði um 1,2% á vinnumarkaði milli ára

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. Ljósmynd/Hagstofa Íslands

Alls voru 204.229 einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði í júní, en þeim fjölgaði um 12.500 milli mánaða og um 2.400 miðað við sama mánuð árið á undan. Nemur fjölgunin 6,5% milli mánaða og 1,2% milli ára.

Mest fjölgaði um innflytjendur á vinnumarkaði milli ára, en fjöldi þeirra í júní var 35.389 og fjölgaði um tæplega 1.800 frá júní í fyrra.

Karlar voru 108.008 á vinnumarkaði í júní á móti 96.194 konum. Var hlutfall karla því 52,9% á móti 47,1% kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK