Skúli boðar uppbyggingu

Drög að búningsklefum og laugarsvæðinu. Gríma Thorarensen fer með heildarhönnun …
Drög að búningsklefum og laugarsvæðinu. Gríma Thorarensen fer með heildarhönnun svæðisins.

Skúli Mogensen athafnamaður segir tekjur af sölu lóða verða nýttar til frekari uppbyggingar á þjónustu við sjóböðin í Hvammsvík.

Lóðirnar voru auglýstar með miðopnuauglýsingu í Morgunblaðinu laugardaginn 4. september og á mánudeginum, 6. september, sagði Viðskiptablaðið frá því að allar hefðu lóðirnar 30 selst upp samstundis.

Verðið var frá sex og upp í tuttugu milljónir og heimilt verður að reisa allt að 300 fermetra hús. Hefur lóðasalan því skilað hundruðum milljóna.

Skúli segir marga hönnuði koma að uppbyggingunni í Hvammsvík.

Gríma í hönnunarteyminu

„Við höfum unnið skipulagsmálin með Landmótun og THG arkitektar hafa verið ráðgjafar okkar hvað varðar frístundabyggðina, ásamt Grímu Björg Thorarensen sem hefur að mestu komið að heildarhönnuninni í Hvammsvík. Jafnframt hafa DAP-arkitektar unnið með okkur í hönnun sjóbaðanna og þjónustuhússins sem er að rísa þar,“ segir Skúli.

Yfirlitsmynd af fyrirhugaðri byggð í Hvammsvík. Reisa má allt að …
Yfirlitsmynd af fyrirhugaðri byggð í Hvammsvík. Reisa má allt að 300 fermetra heilsárshús.

Spurður hvaða félag fari með sölu lóðanna vísar Skúli á félagið Flúðir en það er í eigu foreldra hans.

„Eins og hefur komið fram er Flúðir ehf. eigandi jarðarinnar og seljandi lóðanna. Það var frábært að sjá hversu mikill áhugi er á svæðinu og mun góð sala gera okkur kleift að fjárfesta enn meira í frekari uppbyggingu á svæðinu sem mun svo aftur styðja við frístundabyggðina,“ sagði Skúli sem hyggst ekki tjá sig frekar heldur láta verkin tala.

Remax annaðist sölu lóðanna.

Horft til norðausturs úr víkinni í Hvammsvík. Þangað mun heitt …
Horft til norðausturs úr víkinni í Hvammsvík. Þangað mun heitt vatn renna í laugar.

Gunnar Sverrir Harðarson, löggiltur fasteignasali hjá Remax, segir að staðsetningin í Hvammsvík sé mjög góð enda sé erfitt að finna lóðir með aðgangi að sjó þar sem hægt er að byggja beint fyrir framan náttúruperlurnar.

Skúli eignaðist Hvammsvík 2011 en heitt vatn er meðal hlunninda.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK