Álverið í Straumsvík á réttan kjöl

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Már Gylfason, leiðtogi samfélagsmála og samskipta hjá Rio Tinto á Íslandi, segir álverið í Straumsvík að skila hagnaði á ný.

Þegar greint var frá samningi álversins og Landsvirkjunar um miðjan febrúar var álverðið tæplega 2.100 dalir á tonnið í kauphöllinni með málma í London (LME). Það er nú tæplega 2.900 dalir.

„Hækkað álverð þýðir að afkoma ISAL er réttum megin við strikið sem er ánægjulegt eftir mikið tap undanfarin ár,“ segir Bjarni Már. Nam tapið alls 227 milljónum dala árin 2018 til 2020, eða um 29 milljörðum kr. á núverandi gengi. „Breytti raforkusamningurinn við Landsvirkjun snerist um að treysta rekstrargrundvöll ISAL til langs tíma og gera okkur hæf til að mæta sveiflum sem óhjákvæmilega verða á þessum markaði. Bætt afkoma núna er þannig ekki vegna nýs orkusamnings heldur vegna hækkunar á álverði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK