Seljast eins og heitar lummur

Stuðlaskarð 7 Nýjar íbúðir í Skarðshlíð í Hafnarfirði hafa selst …
Stuðlaskarð 7 Nýjar íbúðir í Skarðshlíð í Hafnarfirði hafa selst hratt. Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is

Aron Freyr Eiríksson, löggiltur fasteignasali hjá Ás fasteignasölu, segir mikla spurn hafa verið eftir nýjum íbúðum í Skarðshlíð í Hafnarfirði. Þannig sé búið að selja 13 íbúðir af 16 í fjórum fjölbýlishúsum á innan við viku eftir að þær fóru í sölu, nokkrar í forsölu.

Salan sé í takt við það sem á undan hafi gengið í Skarðshlíðinni en búið sé að selja 83 af 86 nýjum íbúðum í hverfinu á síðustu tíu mánuðum.

Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði. Þá hafi hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði lækkað í fyrsta sinn frá janúar.

Spurður hvort hægst hafi á markaðnum segir Aron Freyr það misjafnt milli eigna. Miðað við mætingu í opin hús sé eftirspurnin mikil.

Fjögur tilboð yfir ásettu verði

„Til að mynda var ég með opið hús í einbýlishúsi í Hafnarfirði í vikunni. Þrettán pör komu að skoða og alls bárust fjögur tilboð svo eignin seldist ansi hratt og vel. Mín tilfinning er sú að það hafi ekki hægst á markaðnum. Það eru mikil læti í kringum margar eignir og greinilegt að margir eru enn að hugsa sér til hreyfings,“ segir Aron. Hann bendir á að takmarkað framboð af nýjum íbúðum hafi sitt að segja. Þegar nýjar íbúðir komi í sölu séu kaupendurnir gjarnan að selja notaða íbúð á móti og þannig skapist keðja sem skapi meira framboð eigna á söluskrá.

Varðandi hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði beri að hafa í huga að fasteignasalar hafi áttað sig á hækkunum undanfarið. Eftirspurnin vitni um skort á nýjum og hagkvæmum íbúðum. Allar lóðir í Skarðshlíð séu uppseldar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK