Hlutabréf í Universal Music ruku upp

Taylor Swift er á mála hjá Universal Music.
Taylor Swift er á mála hjá Universal Music. AFP

Hlutabréf í Universal Music hækkuðu um 35 prósent þegar viðskipti með þau hófust í fyrsta sinn á hlutabréfamarkaðnum í Amsterdam í morgun.

Hlutabréfin fóru úr 18,50 evrum í 25,52 evrur.

Þekktir flytjendur á borð við Bítlana og Taylor Swift eru á mála hjá tónlistarrisanum.

Universal Music er í eigu fjölmiðlafyrirtækisins Vivendi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK