Twitter gert að greiða 809 milljónir dala

Í málinu var haldið fram að sakborningar, þar á meðal …
Í málinu var haldið fram að sakborningar, þar á meðal fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins Dick Costolo, hafi ekki gefið upp heildarmynd af ástandi fyrirtækisins á meðan þeir seldu persónuleg hlutabréf sín á Twitter. AFP

Twitter tilkynnti í dag að fyrirtækið muni greiða 809 milljónir dala til að leysa mál sem upp kom árið 2016, þar sem fullyrt er að félagar í forystu forritsins, þar á meðal Jack Dorsey, framkvæmdastjóri og stofnandi Twitter, hafi veitt fjárfestum villandi upplýsingar um notendavöxt á forritinu.

Í málinu var því haldið fram að sakborningar, þar á meðal Dick Costolo, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hafi ekki gefið upp heildarmynd af ástandi fyrirtækisins á meðan þeir seldu persónuleg hlutabréf sín í Twitter.

Í júlí kom í ljós að fyrirtækið hefði náð betri afkomu en búist hafði verið við sem varð til þess að verð á hlutabréfum fyrirtækisins ruku upp.

Við hafði verið búist að hagnaður fyrirtækisins yrði 66 milljónir bandaríkjadala sem varð síðan að 1,19 milljörðum bandaríkjadala.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK