Úr grænum tölum yfir í rauðar

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Eftir jákvæða byrjun á degi þar sem flest hlutabréf höfðu hækkað aðeins í verði endaði dagurinn rauður hjá flestum skráðum félögum í Kauphöllinni. Aðeins fjögur félög af tuttugu enduðu í grænum tölum, en þar af voru tvö sem höfðu í gærkvöldi skilað frá sér jákvæðri afkomuviðvörun. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,65%.

Mest lækkuðu bréf Kviku banka, eða um 3,48% og Iceland seafood um 2,92%. Bréf Símans lækkuðu um 2,73% og í Vís um 2,25%.

Bréf Eimskips hækkuðu um 2,91% í viðskiptum dagsins, Skeljungur hækkaði um 2,42% og Hagar um 1,63%, en bæði Eimskip og Hagar skiluðu jákvæðri afkomuviðvörun í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK