Ferðahugur fyrirtækja að aukast að nýju

Mikill ferðahugur er í starfsfólki fyrirtækja sem vill nú fara …
Mikill ferðahugur er í starfsfólki fyrirtækja sem vill nú fara í lengri og dýrari ferðir en fyrir faraldurinn. AFP

„Við fáum endalaust af fyrirspurnum og gríðarlega mikið af bókunum. Þetta fer miklu hraðar af stað og allir virðast vera miklu æstari í að ferðast nú en áður,“ segir Ásthildur Ólafsdóttir, ævintýrastýra fyrirtækjaferða hjá ferðaskrifstofunni Tripical.

Að hennar sögn samanstanda flestir hóparnir sem bóka fyrirtækjaferð hjá Tripical af 120-200 manns.

„Menningin fyrir fyrirtækjaferðum hefur farið vaxandi og er hópurinn sem fer í slíkar ferðir ekki eins einsleitur og áður,“ segir Ásthildur aðspurð.

„Áður fyrr voru þetta aðallega stærri og betur settu fyrirtækin sem voru að bóka þessar ferðir en nú eru þau af öllum stærðum og gerðum,“ bætir hún við.

„Ég held að stjórnendur séu líka farnir að átta sig á mikilvægi þess að fjárfesta í mannauðnum, lyfta honum upp og leyfa honum að hafa gaman.“

Eins hjá Kompaní ferðum

Það sama er upp á teningnum hjá ferðaskrifstofunni Kompaní ferðir en Sara Jóhannesdóttir, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins, segir fyrirspurnum um fyrirtækjaferðir einnig hafa fjölgað á þeirra borðum.

„Það er greinilega meiri ferðahugur í fólki. Það vill frekar fara til hlýrri áfangastaða. Fólk virðist líka eiga meiri peninga núna og er til í að fara lengra og dvelja lengur. Það er til í að gera þetta aðeins betur núna því það hefur ekki verið hægt að gera neitt síðasta árið.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK