Sækja 530 milljóna fjárfestingu

Starfsmenn Monerium, Sveinn Valfells er lengst til vinstri og Jón …
Starfsmenn Monerium, Sveinn Valfells er lengst til vinstri og Jón Helgi Egilsson fyrir miðju. Þeir Gísli Kristjánsson og Hjörtur Hjartarson eru á hægri kantinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium hefur sótt sér fjárfestingu upp á fjórar milljónir dala, eða sem nemur um 530 milljónum króna. Leiðandi fjárfestir í þessari lotu var Taavet+Sten, en það er fjárfestingafélag Sten Tamkivi og Taavet Hinrikus, stofnenda Teleport.

Meðal annarra fjárfesta eru Davíð Helgason, Crowberry capital, Request network, Hjalmar Winbladh, Balaji Srinivasan, auk meðstofnenda og starfsmanna hjá nýsköpunarfyrirtækjanna Eco, Pipedrive, Request Network og Skype.

Í tilkynningu frá Monerium kemur fram að félagið hafi með þessari fjárfestingu samtals safnað átta milljón dölum frá fjárfestum

Monerium setti nýlega í loftið bálkakeðju tengda IBAN færslukerfinu, en það gerir Evrópubúum kleyft að senda og taka á móti evrum á milli eigin bankareiknings og bálkakeðjuveskis án þess að fara í gegnum rafmyntamiðlun.

Stofnendur Monerium eru þeir Gísli Kristjánsson, Hjörtur Hjartarson, Jón Helgi Egilsson og Sveinn Valfells.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK