Síminn fjárfestir í streymisveitu

Stofnendur Uppkasts, Stefán Örn Þórisson og Arnar Arinbjarnarson.
Stofnendur Uppkasts, Stefán Örn Þórisson og Arnar Arinbjarnarson.

Síminn hf. hefur keypt hlut í nýrri íslenskri streymisveitu, Uppkasti. Streymisveitan er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn stofnendanna, Stefáns Arnar Þórissonar og Arnars Arinbjarnarsonar. Hjá Uppkasti gefst fólki kostur á að miðla þekkingu sinni eða hæfileikum til áskrifenda og hafa af því tekjur eftir því hvað efnið er mikið spilað.

Þeir Stefán og Arnar segja í samtali við ViðskiptaMoggann að allt efnið sé á íslensku og efnistökin fjölbreytt. Hægt sé að fá aðgang að fjölbreyttum myndverum til að taka upp efni og senda það út í gegnum smáforrit Uppkasts.

Aðrir fjárfestar í verkefninu eru Ólafur Andri Ragnarsson, Jónas Björgvin Antonsson, Jón Gunnar Jónsson og Halldór H. Jónsson. Þá er Arcur Ráðgjöf, sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði fjármála, stefnumótunar og sérhæfðrar ráðgjafar, meðal hluthafa Uppkasts.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK