Verðbólgan fer víða hækkandi

Ef fasteignaverð heldur áfram að hækka og innflutta verðbólgan bætist …
Ef fasteignaverð heldur áfram að hækka og innflutta verðbólgan bætist ofan á gæti verðbólga orðið ansi mikil í kringum áramótin að mati Snorra. Sigurður Bogi

Í gegnum tíðina hefur verðbólga á Íslandi oftar en ekki verið nokkru hærri en í nágrannalöndum okkar. Þótt hún sé vissulega í hærra lagi nú, eða um 4,3%, fer verðbólga hækkandi víða annars staðar í heiminum. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu greiningarfyrirtækisins Jakobsson Capital sem ber yfirskriftina „Verðbólguinnflutningur“.

Lognið á undan storminum

Það að verðbólga skuli nú fara hækkandi víða um heiminn, sér í lagi í löndum sem þekkt eru fyrir mikinn verðstöðugleika, er mikið áhyggjuefni að sögn Snorra Jakobssonar, eiganda Jakobsson Capital. Hann óttast að sú hækkun sem hefur nú þegar orðið á verðlagi sé aðeins lognið á undan storminum.

Snorri Jakobsson hjá Jakobsson Capital.
Snorri Jakobsson hjá Jakobsson Capital. mbl/Arnþór Birkisson

„Það sem ég óttast mest er að þessi svokallaða innflutta verðbólga eigi enn eftir að koma inn í vöruverðlag af fullum þunga. Við erum nú þegar farin að sjá áhrif hækkandi hrávöruverðs á verðlag á matvörumarkaði en það á enn eftir að hafa áhrif á verð á bifreiðum og hálfvaranlegum vörum á borð við fatnað og húsgögn. Ef fasteignaverð heldur áfram að hækka og innflutta verðbólgan bætist ofan á er ég hræddur um að verðbólgan gæti orðið ansi mikil í kringum áramótin,“ segir hann.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK