Katrín Olga kjörin í stjórn Kauphallarinnar

Katrín Olga Jóhannesdóttir hefur verið kjörin í stjórn Kauphallarinnar (Nasdaq …
Katrín Olga Jóhannesdóttir hefur verið kjörin í stjórn Kauphallarinnar (Nasdaq Iceland). mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Olga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur hefur verið kjörin í stjórn Kauphallarinnar (Nasdaq Iceland), að því er segir i tilkynningu frá Kauphöllinni.

Katrín hefur víðtæka og yfirgripsmikla reynslu úr viðskiptalífinu en hún hefur gegnt stjórnunarstöðum m.a. hjá Símanum og Já auk þess að hafa stofnað ráðgjafarfyrirtækið Kría consulting ehf. árið 2019.

Situr Katrín í stjórn Landsnets, Haga og Eyris Venture Management en áður sat hún í stjórn Icelandair Group og í Bankaráði Seðlabankans. Þá á hún sæti í fjárfestingarráði Akurs framtakssjóðs og situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík auk þess að hafa gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, m.a. formennsku í Viðskiptaráði Íslands á árunum 2016-2020, fyrst kvenna og varaformennsku í samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK