Apple ósátt við áform ESB um hleðslutæki

Tæknirisinn Apple er ósáttur við nýjar reglur ESB þar sem …
Tæknirisinn Apple er ósáttur við nýjar reglur ESB þar sem farið er fram á að hönnun síma og raftækja verði framvegis framleidd þannig að eitt hleðslutæki, USB-C, dugi á þau öll. AFP

Tæknirisinn Apple er afar ósáttur við ákvörðun Evrópusambandsins sem kveður á um samræmingu hleðslutækja fyrir síma og önnur raftæki. Mun þessi ákvörðun hafa áhrif á alþjóðlega snjallsímamarkaðinn eins og hann leggur sig.

Evrópusambandið kynnti í gær nýjar reglur sem munu taka gildi á komandi árum þar sem farið er fram á að allir snjallsímar verði framvegis hannaðir með það í huga að ein gerð hleðslutækis, USB-C, muni virka á þá alla.

Með þessari ákvörðun vill ESB draga úr sóun raftækja en sambandið telur núverandi fyrirkomulag óhagstætt neytendum. Heldur ESB því fram að evrópskir neytendur eyði rúmlega 2,4 milljörðum evra, eða rúmlega 364 milljarðar íslenskra króna, í hleðslutæki á ári.

„Gerð fyrir evrópska neytendur“

Tæknirisinn Apple er vægast sagt sáttur með þessa ákvörðun. Halda talsmenn fyrirtækisins því fram að nýja stefna ESB muni hægja á nýsköpun og jafnvel stuðla að meiri mengun. Hafa þeir jafnframt áhyggjur af því að samræming hleðslutækja muni hafa skaðleg áhrif á neytendur í Evrópu.

Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar hjá Evrópusambandinu, gefur lítið fyrir ásakanir Apple og telur bandaríska tæknirisa ávallt vera færa rök fyrir því að evrópsk lög væru að draga úr nýsköpun. „Ákvörðunin fer ekki gegn nýsköpun, hún er gerð fyrir evrópska neytendur, ekki gegn neinum,“ segir Breton.

Margrethe Vestager, forstjóri samkeppniseftirlits ESB, heldur því fram að tækniiðnaðurinn hafi fengið nægan tíma til að koma fram með sínar eigin lausnir. Nú er hins vegar sá tími liðinn og stundin fyrir samræmd hleðslutæki runnin upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK