Stærstu kaup bílaleigu

Höldur – Bílaleiga Akureyrar festi nýlega kaup á 70 Kia E-Niro rafbílum hjá bílaumboðinu Öskju. Um er að ræða stærstu einstöku kaup bílaleigu hér á landi á rafbílum, að sögn Kristmanns Freys Dagssonar, sölustjóra fyrirtækjasölu Öskju.

Bílarnir sem eru með yfir 450 km drægi á rafmagni, við bestu aðstæður, verða notaðir bæði í langtímaleigu Hölds sem og í skammtímaleigu til viðskiptavina Hölds, að því er fram kemur í samtali Morgunblaðsins við Pálma Viðar Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Bílaleigu Akureyrar.

Mikilvægur áfangi

„Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur þar sem við erum að stíga sífellt stærri skref í að a

uka hlutdeild rafknúinna ökutækja í okkar flota,“ segir Pálmi „Við erum núna með 240 rafbíla í notkun og 600 tengiltvinnbíla – alls 840 umhverfisvæna bíla. Okkar kolefnisspor fer því lækkandi með hverju ári. Á þessu ári höfum við aukið hlutdeild þessara bíla í okkar flota. Þeir hafa reynst okkur mjög vel bæði í rekstri og endursölu og notendur bílanna eru ánægðir,“ bætir Pálmi við.

Askja, sem er umboðsaðili Kia, hefur á árinu að sögn Kristmanns aukið hlutdeild sína töluvert og er Kia nú önnur mest selda bíltegund landsins. Hlutfall raf- og tengiltvinnbíla af sölu Kia er á þessu ári um 45%.

„Þetta hlutfall mun hækka töluvert á næsta ári. Við erum að fá mikið úrval tengiltvinn- og rafbíla frá Kia – og nú er drægni tengiltvinnbíla orðin mun meiri en áður. Allir tengiltvinnbílar frá Kia eru með drægni að lágmarki um 60 km miðað við bestu aðstæður og rafbílarnir komast lengst um 528 km. Auk þess koma fjórhjóladrifnir bílar í lok ársins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK