Líkjast hinum norrænu ríkjunum

Námskeiðið er samstarfsverkefni milli CBS, Festu og Akademias.
Námskeiðið er samstarfsverkefni milli CBS, Festu og Akademias.

Minni munur er orðinn á fyrirtækjum á Íslandi og í hinum norrænu ríkjunum þegar kemur að áherslu og áhuga fyrirtækjanna á sjálfbærni. Þetta segir Anne Mette Erlandsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð og sjálfbærni, sem halda mun nú í vikunni, í félagi við Steen Vallentin, prófessor í Copenhagen Business School, CBS, námskeið hjá Akademias og Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð.

„Íslensk fyrirtæki eru farin að líkjast meira fyrirtækjum í hinum norrænu ríkjunum. Þau taka þessi málefni mun alvarlegar og vinna kerfisbundið með sjálfbærni og samfélagsábyrgð,“ segir Erlendsson í samtali við Morgunblaðið.

Tuttugu ára reynsla

Erlendsson og Vallentin hafa bæði unnið í meira en tuttugu ár við samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. Erlendsson hefur að mestu sinnt ráðgjöf en Steen sinnt fræðimennsku á sviðinu. „Við vinnum saman á þessum námskeiðum til að tryggja að við séum að nálgast viðfangsefnið bæði út frá hagnýtu og fræðilegu sjónarhorni.“

Aðspurð segist Erlendsson hafa komið um 25 sinnum til Íslands að liðsinna íslenskum fyrirtækjum í málaflokknum, en hún starfar einnig í Skandinavíu og á Grænlandi.

„Það er mikið að gerast á sviði sjálfbærni þessa dagana, mest auðvitað út frá loftslagssjónarhorninu, en einnig snýr þetta að mannréttindum og fleiru. Fyrirtækin verða sífellt metnaðarfylltri á þessu sviði.“

Spurð nánar um námskeiðið og hvernig þau sem fyrirlesarar nálgist viðfangsefnið segir Erlendsson að skoðaðir séu allir hvatar að sjálfbærni í samfélaginu. Þeir komi m.a. frá fjárfestum, löggjöf, neytendum og viðskiptavinum fyrirtækja sem verða sífellt áhugasamari um málefnið. „Við lítum á ytri þætti og skoðum hvernig fyrirtæki geta stjórnað væntingum og breytt þeim í viðskiptatækifæri.“

Lestu meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK