Fasteignaverð viðheldur verðbólgu

Hagfræðideild Landsbankans telur fasteignaverð viðhalda verðbólgu.
Hagfræðideild Landsbankans telur fasteignaverð viðhalda verðbólgu. mbl.is/Sigurður Bogi

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,47% milli mánaða í september og mælist verðbólga nú 4,4% samanborið við 4,3% í ágúst. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,19% og mælist 2,9% verðbólga á þeim mælikvarða. Þá er fasteignaverð talið halda uppi verðbólgu. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Mestu áhrifin til hækkunar hafði reiknuð húsleiga en hún jókst um 1,7% milli mánaða og svo föt og skór sem hækkuðu um 4,1%. Flugfargjöld til útlanda höfðu mestu áhrifin til lækkunar en þau minnka um 7% milli mánaða.

Breytingin milli mánaða var í samræmi við væntingar en áður hafði hagfræðideild Landsbankans spáð 0,5% hækkun milli mánaða.

Tvennt sem kom á óvart

Fram kemur í tilkynningu að tvennt hafi komið á óvart í tölunum. Í fyrsta lagi að kostnaður við að búa í eigin húsnæði eða reiknuð húsaleiga hækkaði meira en von var á. Í öðru lagi þá lækkuðu húsgögn og heimilisbúnaður milli mánaða en von var á hækkun þar.

Sú þróun sem hefur verið ráðandi það sem af er ári heldur áfram ef marka má hagsjánna, þ.e. að framlag innfluttra vara er að minnka á sama tíma og framlag húsnæðiskostnaðar og þjónustu er að aukast.

Ársverðbólgan er þá svipuð í september og í janúar, eða 4,4% í stað 4,3%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK