Skeljungur hækkar afkomuspána

Skeljungur rekur m.a. bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar á Íslandi.
Skeljungur rekur m.a. bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skeljungur segir að við vinnslu á uppgjöri og uppfærðri áætlanagerð fyrir árið 2021 hafi komið í ljós að horfur séu á að afkoma ársins í heild verði umfram áætlanir. Af þeirri ástæðu hafi félagið ákveðið  að hækka EBITDA-spá ársins 2021 úr 3.000-3.400 m.kr. í 3.500-3.700 m.kr.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 

Þar segir, að áður birt afkomuspá fyrir árið 2021 hafi gert ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu 3.000-3.400 m.kr. og fjárfestingar yrðu á bilinu 750-850 m.kr.

„Við vinnslu á uppgjöri og uppfærðri áætlanagerð fyrir árið 2021 hefur komið í ljós að horfur eru á að afkoma ársins í heild verði umfram áætlanir vegna betri árangurs í rekstri bæði á Íslandi og í Færeyjum undanfarna mánuði.

Af þeirri ástæðu hefur félagið ákveðið í dag að hækka EBITDA spá ársins 2021 úr 3.000-3.400 m.kr. í 3.500-3.700 m.kr. en áætlun varðandi fjárfestingar helst óbreytt, þ.e. 750-850 m.kr.,“ segir í tilkynningunni.

Það er þó tekið fram, að hafa beri í huga að upplýsingar sem fram koma í tilkynningunni séu einungis bráðabirgðamat og ekki byggðar á endanlegu uppgjöri, endurskoðuðum eða könnuðum niðurstöðum.

„Þess má geta að endanlegt uppgjör er hvorki endurskoðað né kannað. Forsendur og aðstæður geta tekið breytingum og þar af leiðandi getur afkoma félagsins orðið frábrugðin núverandi horfum.

Félagið mun birta uppgjör þriðja ársfjórðungs 2021 eftir lokun markaða þann 28. október 2021,“ segir ennfremur. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK