Óþægilegra að koma til Íslands

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé eins þægilegt að koma til Íslands og samkeppnislandanna vegna aðgerða á landamærunum hér á landi. Sem stendur er fólki sem hefur tengsl við íslenskt samfélag skylt að fara í skimun við komuna til landsins en aðrir þurfa að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr Covid-prófi áður en þeir leggja af stað til Íslands. 

Guðmundur Daði Rúnarsson.
Guðmundur Daði Rúnarsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Ef við eigum að ná sama ávinningi og önnur lönd í Evrópu þá verða að vera sambærilegar aðgerðir á landamærunum hér og eru þar,“ segir Guðmundur við Fréttablaðið.

Í viðtalinu bendir hann á að í lok sumars hafi verið útlit fyrir að 19 flugfélög myndu fljúga hingað til lands en nú er fjöldinn kominn niður í fimmtán. Að sögn Guðmundar hafa flugfélögin sagt aðgerðir á landamærum ástæðu þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK