Fær heimild til að kaupa fyrir 10 milljarða króna

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arion banki hefur fengið heimild frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands til þess að framkvæma endurkaup á eigin bréfum á Íslandi og í heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð fyrir allt að 10 milljarða króna eða allt að tæplega 54,5 milljónir hluta í bankanum.

Jafngildir það því að eigin hlutir bankans verða allt að 10% af útgefnu hlutafé. Bankinn á í dag 111,5 milljónir bréfa og heimildarskírteini sem eru 6,72% af útgefnum hlutum. Samhliða þessari heimild hefur bankinn fengið heimild til þess að lækka hlutafé um allt að 10% af útgefnum hlutum til jöfnunar á eigin hlutum.

Í tilkynningu frá Arion banka kemur fram að ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar verði tekin af stjórn Arion banka á næstunni.

Hlutabréf í Arion banka hækkuðu um tæp 3,7% í umfangsmiklum viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Skiptu þar bréf fyrir tæpa 1,4 milljarða króna um hendur.

Bréf í bankanum hafa hækkað um 6,7% síðastliðna viku og frá áramótum hefur hlutabréfaverðið hækkað um rúm 94%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK