Lego vill útrýma staðalímyndum kynjanna

Foreldrar óttast meira að sonum þeirra verði strítt frekar en …
Foreldrar óttast meira að sonum þeirra verði strítt frekar en dætrum þeirra.

Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur tilkynnt að hann muni vinna að því að útrýma kynbundnum staðalímyndum í leikföngum sínum, eftir að rannsókn sem fyrirtækið gerði á heimsvísu leiddi í ljós ójöfn viðhorf barna til leikfanganna og áhrif á framtíðarferil þeirra.

Meðal annars kom í ljós að þrátt fyrir að sjálfstraust stelpna sé að eflast, og þær viljugri til að taka þátt í fjölbreyttari leikjum, þá sé ekki hægt að segja það sama um strákana. 

71% þeirra stráka sem rannsóknin tók til óttuðust að gert yrði grín að þeim ef þeir lékju með það sem þeir lýstu sem „stelpuleikföng“. Þessum ótta deildu foreldrar þeirra sömuleiðis.

Karlmennskuhegðun höfð í hærri metum

„Foreldrar óttast meira að sonum þeirra verði strítt frekar en dætrum þeirra, fyrir að leika með dót sem tengt er hinu kyninu,“ segir Madeline Di Nonno, sem fór fyrir rannsókninni, í samtali við breska dagblaðið Guardian.

Hún bætir við að þó verði að horfa til þess að hegðun sem tengd er við karlmennsku sé höfð í hærri metum í samfélaginu.

„Þangað til samfélög viðurkenna að framferði sem yfirleitt er tengt við konur, er jafn mikils metið eða jafn mikilvægt, þá verða foreldrar og börn treg til að tileinka sér það.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK