Álverð nálgast 3.200 dali

Álver Rio Tinto í Straumsvík.
Álver Rio Tinto í Straumsvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verð á áli í Kauphöllinni með málma í London (LME) nálgast 3.200 dali. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan 2008. Verðið fór í 3.341 dal hinn 11. júlí 2008 en var komið í tæplega 1.500 dali í árslok, eftir að alþjóðlega fjármálakreppan setti markaði á hliðina.

Hækkun álverðs hefur víðtæk efnahagsleg áhrif á Íslandi.

En eins og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag má gera ráð fyrir að tekjur Landsvirkjunar aukist verulega í ár vegna teningar raforkuverðs við álverð.

Vilja minnka kolefnissporið

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samál, segir það styrkja samkeppnisstöðu íslensks áliðnaðar að geta boðið ál sem framleitt er með endurnýjanlegri orku, þar sem framleiðendur í Evrópu leggi æ meiri áherslu á að minnka kolefnissporið og koma þannig til móts við kröfur stjórnvalda og almennings.

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls.
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls. mbl.is/Golli

Raforkuverð hefur hækkað mikið á meginlandi Evrópu að undanförnu. 

Munar fimm milljónum tonna

Pétur segir orkuskort í Kína hluta skýringarinnar á hækkandi álverði, þar sem Kínverjar hafi ekki getað rekið álverin með fullum afköstum. Þar skeiki hátt í 5 milljónum tonna af áli, miðað við afköstin sem búist var við,  en til samanburðar má geta þess að hér á landi voru framleidd um 850 þúsund tonn í fyrra. Í stað þess að flytja út ál hafi Kínverjar því flutt það inn í miklu magni. Greiningaraðilar geri þó ráð fyrir að jafnvægi komist á kínverska orkumarkaðinn á næsta ári, jafnvel þegar á öðrum ársfjórðungi. 

Þegar Kínverjar nái fullum afköstum á ný skapist meira jafnvægi í framboði og eftirspurn eftir áli. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK