Græðir hundruð milljóna á leikjasíðu

Vefurinn hefur slegið í gegn.
Vefurinn hefur slegið í gegn. Mynd/Skjáskot af vef Cardgames.io

Leikjasíðan CardGames.io hefur malað gull fyrir eiganda hennar, tölvunarfræðinginn Einar Þór Egilsson.

Í fyrra hagnaðist félag hans, Rauðás Hugbúnaður ehf., um 356 milljónir króna og árið áður nam hagnaðurinn 280 milljónum króna. Tekjur félagsins námu 344 milljónum króna í fyrra, að því er Viðskiptablaðið greinir frá. Þar kemur framframt fram að eignir félagsins nemi tæplega 1,3 milljörðum króna og að eiginfjárhlutfall þess sé 93%.

Viðmót leikjasíðunnar er einfalt. Þar geta notendur spilað ýmsa sígilda leiki sem hafa bæði verið spilaðir á borðspil og með hefðbundnum spilastokkum. Þar má nefna veiðimann, skítakall, kapal, skák og sudoku.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK