Hafa vaxið um 80 milljarða króna

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.
Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Haraldur Jónasson/Hari

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, sem eru dótturfélag Íslandsbanka, segir hlutabréfaeign Íslendinga hafa stóraukist í kórónuveirufaraldrinum.

„Þetta eru ótrúlega hraðar og miklar breytingar. Við erum að tala um að sjóðirnir hafa vaxið úr 65 milljörðum í byrjun árs 2020 í yfir 147 milljarða 31. ágúst síðastliðinn,“ segir Kjartan Smári og vísar til hlutabréfasjóða sem fjárfesta eingöngu í innlendum hlutabréfum, eða svokallaðra hreinna hlutabréfasjóða.

Byggja upp varasjóði

Þá segir Kjartan Smári vísbendingar um að þeim Íslendingum muni fjölga varanlega sem eiga sem svarar nokkurra mánaða launum í verðbréfasjóðum eða á innlánsreikningum. Með því hafi þeim heimilum fækkað markvert sem eiga litla sem enga varasjóði.

„Ef við berum okkur saman við okkar helstu samanburðarlönd í Skandinavíu og Norður-Evrópu hafa Íslendingar ekki verið neitt sérstaklega mikið fyrir að spara í gegnum tíðina. Það er að segja fyrir utan eignamyndun í húsnæði og lífeyrissparnaðinn sem er hryggjarstykkið í sparnaði á Íslandi. Seðlabankinn reiknar út sparnað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum. Langtímasparnaðarhlutfallið hefur verið í kringum 11% á Íslandi.

Það gerðist hins vegar í faraldrinum að sparnaðarhlutfallið nánast tvöfaldaðist og fór yfir 20% í einhverjum mælingum í fyrra.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK