Vörukarfan hækkar mest í Heimkaup

Vörukarfan hækkaði mest hjá Heimkaup.
Vörukarfan hækkaði mest hjá Heimkaup. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vörukarfa ASÍ, sem endurspegla á almenn matarinnkaup meðalheimilis, hækkaði í sex af átta matvöruverslunum á hálfs árs tímabili, eða frá mars lokum og fram í byrjun október á þessu ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu ASÍ.

„Verðlagseftirlit ASÍ mælir breytingar á verði vörukörfu sem getur endurspeglað almenn innkaup meðalheimilis. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos, og safa,“ segir í tilkynningunni.

Einungis tvær verslanir hækkuðu ekki

Vörukarfan hækkaði mest í Heimkaup, eða um 3,4%, en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, eða um 0,5%. 

Af þessum átta búðum voru einungis tvær sem vörukarfan hækkaði ekki, en það var í Hagkaup og Nettó. Í fyrrnefndri verslun lækkaði hún um 0,6% og í þeirri síðarnefndu stóð hún í stað.

Af lágvöruverðsverslunum hækkaði vörukarfan minnst í Krónunni, eða 0,8%, en í Bónus hækkaði hún einu prósentustigi meira, eða 1,8%.

Af þeim vöruflokkum sem voru skoðaðir hækkuðu mjólkurvörur, ostar og egg nokkuð mikið í öllum verslunum, var hækkunin á bilinu 3,1% yfir í 8,4%. Þá hækkaði einnig verð á kjötvörum. Á móti kemur að verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði og það sama má segja um verð á sykri og súkkulaði.

Fimm vöruflokkar lækka í Hagkaup

Í Heimkaup hækkaði verð í öllum vöruflokkum nema einum, sem skilgreindur er sem „önnur matvara“, sá flokkur lækkaði um 0,6% en hann samanstendur af fiski, fitu olíum, dósamat og þurrvöru.

Vöruflokkurinn sem hækkaði hvað mest var grænmeti og ávextir, en það fór upp um 6,1%. Þá hækkaði verð á drykkjarvöru, kjötvöru og brauð- og kornvöru á bilinu 4-5% í versluninni.

Í Bónus hækkuðu einnig allir vöruflokkar nema einn, eða grænmetis og ávaxta flokkurinn en hann lækkaði um 4,8%. Mest hækkaði verð á mjólkurvöru, eða 6,1%, og þar á eftir var verð á kjötvöru, eða 4,9%. 

Í Hagkaup hins vegar lækkaði verð í fimm vöruflokkum en hækkaði einungis í þremur. Verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði um 3,9% og verð á drykkjarvörum um 3,9%. Þar hækkuðu mjólkurvörur mest, eða 3,4%.

Mjólkurvörur og kjöt hækka mest

Verð á mjólkurvörum, ostum og eggjum hækkaði í öllum verslunum. Í Iceland varð mesta breytingin en þar stökk verðið upp um 8,4%. Í krónunni var 7,2% hækkun í þessum vöruflokki og í Bónus var það 6,1%.

Í sex af átta verslunum hækkaði verð á kjöti á bilinu 1-5%. Mesta hækkunin í þeim flokki var í Kjörbúðinni, eða 5%. Þar á eftir kom Bónu með 4,9% hækkun.

Verð á grænmeti, ávöxtum og sykruðum mat lækkar

Vöruflokkurinn sem lækkaði mest var grænmeti og ávextir. Mestu lækkunina var að finna í Bónus, en þar fór verðið niður um 4,8%. Þar á eftir kom Nettó með 4,7% lækkun. Verðið í þessum flokki hækkaði hins vegar í Heimkaup um 6,1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK