Kostnaðurinn vel á þriðja tug milljarða

Árlegur heildarkostnaður samtryggingasjóða lífeyrissjóðanna samsvarar um 0,46% af heildareignum sjóðanna.
Árlegur heildarkostnaður samtryggingasjóða lífeyrissjóðanna samsvarar um 0,46% af heildareignum sjóðanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Innsend gögn til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands leiða í ljós að heildarkostnaður samtryggingasjóða lífeyrissjóðanna hér á landi, bæði beinn og óbeinn, nemur tæplega 24 milljörðum kr. eða sem samsvarar um 0,46% af heildareignum sjóðanna þegar litið er á kerfið í heild. Þetta kemur fram í grein eftir Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðing í Seðlabankanum á sviði lífeyris og vátrygginga, í Kalkofninum, nýrri vefútgáfu Seðlabankans.

Heildarkostnaður af séreign sjóðanna er svo til viðbótar tæpir 2,7 milljarðar og af séreign í vörslu annarra tæpir 1,9 milljarðar. Samtals er því kostnaður við samtryggingarsjóði og séreignalífeyrissparnað landsmanna rúmir 28 milljarðar.

Segir Björn að auðvitað sé kostnaðurinn misjafn milli sjóða eða allt frá 0,17% til 0,93% af eignum og hafa stærð og eignasamsetning sjóðanna áhrif á það. „Gögnin gefa sterka vísbendingu um stærðarhagkvæmni í starfsemi lífeyrissjóða. Þó eru dæmi um að litlir sjóðir séu með hlutfallslega lágan kostnað, ef eignasafnið er fábreytt og einfalt í stýringu,“ segir í greininni.

Fjárfestingargjöld eru langstærsti útgjaldaliður lífeyrissjóða eða um 16 milljarðar hjá samtryggingasjóðum, þar af eru rúmir 5,5 milljarðar vegna erlendra verðbréfasjóða og 5,8 milljarðar vegna annarra erlendra sjóða. Kaup og söluþóknanir eru um 500 milljónir, og umsýsluþóknanir vegna útvistunar eignastýringar 893 milljónir hjá samtryggingasjóðum svo dæmi séu nefnd af tölum sem birtar eru í greininni.

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaðurinn er 7.669 milljónir vegna samtryggingar og tæplega 1,2 milljarðar vegna séreignar hjá lífeyrissjóðunum eða samtals um 8,8 milljarðar.

Háð frammistöðu og aðhaldi

Í greininni fjallar Björn um kostnað og ávöxtun lífeyrissjóðanna og bendir á að lífeyrissjóðakerfið er að mestu leyti þannig uppbyggt að það hefur skilgreint markmið um greiðslu lífeyris. Lífeyrisgreiðslur séu því á endanum háðar frammistöðu sjóðanna á fjármálamörkuðum og kostnaðaraðhaldi í starfsemi.

„Að sjálfsögðu fylgir starfsemi lífeyrissjóða umtalsverður kostnaður og álitsgjafa kann að greina á um hvað telst ásættanlegt í þeim efnum,“ segir Björn og setur fram dæmi þar sem með einföldu reiknilíkani megi leiða að því líkum að t.d. gæti hækkun kostnaðar sem hlutfall af eignum úr 0,25% í 1% lækkað lífeyrisréttindi um 12% miðað við 40 ára sparnað.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK