Verð á bitcoin hefur snarhækkað

Sjóðurinn mun í raun ekki eiga rafmyntina, heldur mun sjóðurinn …
Sjóðurinn mun í raun ekki eiga rafmyntina, heldur mun sjóðurinn innihalda samninga um kaup á bitcoin í framtíðinni á ákveðnu verði og þannig fylgja verði rafmyntarinnar. AFP

Verð á rafmyntinni bitcoin fór í gær í fyrsta skipti síðan í apríl yfir 60 þúsund bandaríkjadali þar sem auknar líkur eru á því að svokallaður bitcoin-sjóður verði samþykktur og settur á markað í næstu viku.

Sjóðurinn yrði sá fyrsti sinnar tegundar og mikil bjartsýni ríkir á rafmyntamarkaðinum um þessar mundir vegna þessa. Hefur rafmyntin hækkað um rúmlega 40% síðan í september.

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur hafnað öllum bitcoin-sjóðum til þessa, en fyrsta umsókn fyrir bitcoin-sjóð var lögð fram árið 2013.

Inniheldur í raun ekki bitcoin

Þessi sjóðsumsókn er þó öðruvísi en allar aðrar bitcoin-sjóðsumsóknir sem hafa borist Fjármálaeftirlitinu hingað til. Sjóðurinn mun í raun ekki eiga rafmyntina, heldur mun sjóðurinn innihalda samninga um kaup á bitcoin í framtíðinni á ákveðnu verði (e. bitcoin futures) og þannig fylgja verði rafmyntarinnar.

Það sem kyndir undir vonir rafmyntafjárfesta er nýleg twitterfærsla frá SEC, þar sem þeir vara fjárfesta við því að fjárfesta í bitcoin-sjóðinum og segja mikilvægt að fólk fari yfir mögulega áhættu áður en fjárfest er í sjóðnum.

Þetta ár hefur verið viðburðarríkt fyrir rafmyntina og rafmyntamarkaðinn; öll viðskipti með rafmyntir hafa verið bönnuð í Kína, bitcoin varð lögeyri í El Salvador og rafmyntamarkaðurinn hefur hækkað og lækkað í gríð og erg.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK