Ingibjörg Ásdís nýr markaðsstjóri VÍS

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri VÍS.
Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri VÍS. Ljósmynd/VÍS

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra VÍS og mun hefja störf um miðjan nóvember, að því er greint frá í tilkynningu frá VÍS.

Ingibjörg hefur viðamikla þekkingu á sölu, þjónustustjórnun og þjónustuupplifun en síðastliðin 17 ár hefur hún starfað sem forstöðumaður þjónustu og notendaupplifana hjá Icelandair. Þar hefur hún tekið þátt í að leiða flugfélagið í gegnum víðtækar breytingar, fyrst í starfi sínu sem forstöðumaður Icelandair Saga Club, stærsta tryggðarkerfis á Íslandi, og nú síðast sem forstöðumaður þjónustu og notendaupplifana. Einnig hefur hún starfað sem svæðisstjóri Icelandair þar sem hún bar ábyrgð á sölu og markaðsstarfi hér á landi.

Hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Þá kennir hún námskeiðið „Leiðtogi í þjónustu og upplifunum“ hjá Akademias þar sem kastljósinu er beint að þjónustustjórnun og þjónustuupplifunum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK