Hættulegt að reka samfélag án góðra gagna

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Creditinfo, sér mörg tækifæri fram undan á markaðnum.

Hún segir samfélagið þurfa á réttum gögnum að halda sem berist helst í rauntíma til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Creditinfo sé leiðandi á því sviði. Hún er nýtekin við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir að hafa setið í framkvæmdastjórn Landsbankans frá árinu 2010. Sem áhorfandi að því sem fyrirtækið hefur verið að sinna og nú sem forystumaður á vettvangi þess segir hún í viðtali á miðopnu blaðsins í dag að starfsemi Creditinfo sé þjóðhagslega mikilvæg.

„Hér snýst verkefnið um fjárhagslega heilsu samfélagsins. Réttar upplýsingar um það hvernig fjárhagsleg staða mála er. Það er starf sem skiptir gríðarlega miklu máli og er beinlínis þjóðhagslega mikilvægt. Gögn skipta öllu máli við ákvarðanatöku, ef hún á að vera vönduð. Greinargóðar upplýsingar, t.d. í ástandi eins og hefur ríkt vegna kórónuveirunnar, skipta sköpum.“

Af fyrri reynslu, bæði sem framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum í eftirleik hrunsins en einnig sem yfirmaður skráningarmála hjá Kauphöll Íslands á fyrstu árum aldarinnar, segir Hrefna Ösp að skortur á réttum gögnum hafi stuðlað að hruni fjármálakerfisins.

„Ég held að hrunið hafi komið til vegna skorts á upplýsingum. Við vorum t.d. í Kauphöllinni alltaf að reyna að teikna upp eignatengsl en reyndist erfitt. Við fengum ekki almennilega mynd af því fyrr en með rannsóknarskýrslu Alþingis. Það er hættulegt að reka samfélag án góðra gagna.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK