Íbúðir hækkuðu mest á Íslandi

Íbúðaverð hefur hækkað mikið síðustu tíu ár.
Íbúðaverð hefur hækkað mikið síðustu tíu ár. mbl.is

Hækkun íbúðaverðs á Íslandi nemur rúmlega 140% að nafnvirði á tímabilinu frá 2010 til annars ársfjórðungs 2021, sem er meira en í öðrum löndum ESB og Evrópska efnahagssvæðisins.

Þegar horft er til leiguverðs eru önnur lönd með vinninginn. Á Íslandi hefur leiguverð hækkað frá 2010 um tæp 70% en til samanburðar hefur leiguverð í Eistlandi hækkað mest, eða um rúmlega 140% á tímabilinu. Magnús Árni Skúlason hagfræðingur hjá Reykjavík Economics segir að hækkun hafi verið stöðug á fasteignaverði í Evrópu á síðustu tíu árum. „Hækkun íbúðaverðs í Evrópu skýrist meðal annars af lágum vöxtum enda hafa vextir verið lágir þar lengi. Faraldurinn hefur einnig þrýst upp eignaverði. Menn hafa leitast við að tryggja sitt eigið fé með fasteignakaupum. Í Evrópu er orðið algengt að fólk fjárfesti í íbúðum sem það lætur jafnvel standa auðar í sumum tilvikum. Þetta er vernd gegn verðbólgu,“ segir Magnús.

Magnús Árni Skúlason hagfræðingur.
Magnús Árni Skúlason hagfræðingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnús segir að ástæðan fyrir hækkun íbúðaverðs hér á landi sé einkum vaxtalækkanir síðustu ára. Á Íslandi sé mikill fjöldi fyrstu kaupenda sem áhrif hafi á íbúðamarkaðinn. „Við erum ung þjóð. Það eru margir að koma inn á markaðinn og aukinn sparnaður og kaupmáttur er til staðar sem hefur gert fólki kleift að kaupa íbúðir. Þá hafa kjör á fasteignalánum verið hagstæð og ýmis aðstoð við fyrstu kaupendur verið með ágætum.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK