Bæta tæknilega innviði og hjálparstarf í Afríku

Hilmar Örn Jónasson hubúnaðarsérfræðingur, Anton Stefánsson vefforritari og Unnur Sól …
Hilmar Örn Jónasson hubúnaðarsérfræðingur, Anton Stefánsson vefforritari og Unnur Sól Ingimarsdóttir hugbúnaðarsérfræðingur koma öll að samstarfinu við Rauða Krossinn. Ljósmynd/Aðsend

Origo er nýjasti samstarfsaðili Rauði krossins í verkefninu Brúun hins stafræna bils. Verkefnið hefur verið í fullum gangi frá árinu 2013 og miðar það að því að byggja getu afrískra landsfélaga Rauða kross hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Origo en þar segir einnig að fjárfesting í slíkri uppbyggingu stóreykur getu landsfélaga til að framkvæma hjálparstarf með meiri skilvirkni og hagkvæmni.

Verkefnið nýtur dyggs fjárstuðnings íslenskra stjórnvalda auk þess sem nokkur af framsæknustu fyrirtækjum landsins veita því tæknilegan stuðning með þátttöku starfsfólks sem býr yfir sérþekkingu á fjölbreyttum sviðum í upplýsinga- og samskiptatækni.

Origo er nýjasti samstarfsaðili Rauða krossins í verkefninu, en fyrir styðja það Íslandsbanki, Reiknistofa bankanna og ST2.

Hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hefur varað við því að hraði sjálfbærrar þróunar sé of hægur og hvatt einkageirann til að vera drifkraftur í þeirri vegferð. Það gera sömuleiðis íslensk stjórnvöld, sem fyrir nokkrum árum settu á fót sérstakan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu með það að markmiði að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK